4.11.2009 | 14:02
Það er spurning, en?
Lánar ESB Íslandi?
Held að það væri réttara að spyrja, þurfum við á frekari láni að halda?
Fyrir endurskoðun á áætlun IMF höfum við Íslendingar þurf að láta undan kúgunum annara þjóða, við höfum þurft að taka á okkur skuldir sem við erum ekki 100% viss um að við þurfum að greiða þegar allt kemur til alls, skrifað hefur verið undan samninga sem að afsala okkur einnig öllum rétt fyrir dómstólum til að komast að endanlegri niðurstöðu (reyndar leyfir nýtt ákvæði í samningunum okkur að fara með málið fyrir dómstóla en viðsemjendur okkar verða ekki bundnir af niðurstöðunni)
Við höfum þurft að hækka verð á ýmsri ónauðsynja og nauðsynjavöru sem hefur orsakað það að verðbólgan hefur aukist og verðtryggð lán þarafleiðandi hækkað.
Við höfum hunsað tillögur af skuldalækkunum, skuldaleiðréttingu, og við höfum hækkað skatta.
Miðað við 90% endurheimtur af eignum Landsbankans sem mér þykir svo sem ekki líklegt hlutfall miðað við hvernig gengið hefur verið í útlán hjá öðrum bönkum, (leyfi ég mér að trúa því að Landsbankinn hafi ekki verið með meiri vara á) er skuldin til Breta og Hollendinga 272 miljarðar af núvirði sbr. Icesave reikni á mbl.is, það eru 858671kr á hvern Íslending.
Við getum svosem vel tekið frekari lán, við getum tekið lán frá IMF, ESB, USA, GBP, NO, SWE, DK, NL og fyrst við erum að því yfirhöfuð hvað með að spyrja Kína, Suður afríku, Ukraínu, Suður Kóreu, já jafnvel líka ef allt fer í hart Norður Kóreu eða Zimbave.
En kemur ekki líka að því að við þurfum að greiða lánin til baka?
Væri ekki betra að fara að vinna í því að finna leið útúr vandræðunum, finna leið til að fólkið í landinu geti lifað almennilega án þess að hafa áhyggjur af því hvort það eigi fyrir afborgunum af húsnæðinu sínu um mánaðarmótin, eða hvort það geti fætt fjölskyldurnar sínar, leið til að koma okkur lengra áfram því hingað til hefur lítið verið gert af "Norrænu velferðarstjórninni" annað en að kyssa óæðri endann á öðrum ríkjum.
Myndi ekki efast um það af margar af hetjum þessa lands frá pólitík fyrri ára myndu snúa sér í gröfinni ef þau sæu það sem væri að gerast.
En hvað getum við gert?
Jú við gætum leiðrétt gjaldeyrislán Íslendinga með því að bjóða fólki uppá að breyta lánunum í Íslensk lán miðað við gengi 1. Jan 2008.
Við gætum lækkað verðtryggð lán miðað við þróun verðbólgu síðasliðið ár frá sama tímabili.
Við gætum sagt Bretum og Hollendingum að við komum ekki til að greiða Icesave skuldirnar nema við fáum fulla lagalega vissu um að okkur beri að greiða þessi lán.
Við gætum stofnað styrktarsjóð sem styrkir nýsköpun í landinu.
Við gætum boðið skattaffslátt fyrir hátæknifyrirtæki og aðra orkuminni stóriðju sem kjósa að koma hingað til lands.
Við gætum lækkað eða afnumið innfluttningstolla af rafmagns, vetnis eða metanfarartækjum, jafnvel boðið fyrirtækjum að nýta kaup á þessum tækjum til skattfrádráttar.
Við gætum boðið sambærilegann afslátt af orkuverði fyrir stórkaupendur og álver og önnur stóriðja fá.
Við gætum kynnt málstað okkar betur erlendis en hefur verið gert.
Við gætum sett af stað nefnd til að fara algerlega yfir rekstur stofnanna ríkisins og fundið út hvar hægt væri að spara án þess að það komi til skerðingar á þjónustu.
Við getum og við munum komast útúr þessu, það er bara spurning um hversu lengi við verðum að því og hversu margir þurfi að þjást fyrir það.
Lánar ESB Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2009 | 13:53
Tungumálanámskeið og fleira.
Það er eitt með Norðmenn, þeir eru ekkert alltof hrifnir af því að tala Ensku þannig að ef einhver íhugar að flytja þangað sem þetta les þá skal sá hin sami læra Norsku.
Verð nú reyndar að viðurkenna að eftir langa fjarvist var frekar undarlegt að sitja á skólabekk, þótt ekki sé laust við að ákveðin nostalgíuáhrif hafi komið fram.
Annars gengur mjög vel að læra tungumálið, betur en ég hefði þorað að vona, það á ekki eftir að taka marga mánuði þar til ég get fulltjáð mig.
Með kveðju frá Noregi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2009 | 01:08
Þá byrjar það aftur.
Eftir langt hlé hef ég ákveðið að reyna að blogga aftur.
Nokkuð hefur breyst síðan ég ritaði síðustu færslu hér inn,
ég ákvað að reyna fyrir mér í Noregi og þarafleiðandi mun ég einnig nota bloggið til að lýsa lífinu þaðan.
En mér datt í hug að byrja þetta aftur með að demba inn ljóði sem ég samdi fyrir rúmlega ári síðan og var að grafa upp.
Ég vona að ykkur líki lesningin.
-----------------------------------------------------------------------------
Lost at heart:
Lost in a citysquare where noone knows your shame,
hiding in a large crowd of faces with no name.
You throw your hands up to the sky and hope someone will see,
someone that will grab your arm and guide you where to be.
Sitting on a lonely bench and looking to the stars,
people come and talk to you but noone sees your scars.
You look towards the city lights and think where can she be,
tears start streaming down your cheek those tears noone will see.
Close to giving up your dreams you stand up from your seat,
lying to yourself that there is noone that you need.
But suddenly you realize that things are not the same,
you turn arround and there she stands prepared to take your name.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 19:48
Sameiginleg niðurstaða. ?
Ég skil ekki hvernig ábyrgðarmaður getur einhliða breytt samningi án heimildar lánveitanda.
Staðreynd málsins er einfaldlega sú að þetta er pólitískur blekkingaleikur í boði stjórnarinnar, það er búið að skrifa undir ákveðinn samning sem verður ekki breytt nema með samþykki beggja aðila.
Til að setja þeta á mannamál : A tekur lán með B sem ábyrgðarmann, b neitar að samþykja lánið nema hennar "fyrirvarar" komi fram, hvorki A nema B geta breytt lánasamningi sem skrifað hefur verið undir nema með leyfi bankans.
Það gáfulegasta sem hægt er að gera er að fella samningin, og senda nýja hæfari nefnd út til að semja aftur, því greinilega hafa Svavar Gestsson og félagar ekki haft okkar hagsmuni í fyrirrúmi.
Icesave líklega úr nefnd fyrir vikulok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.4.2009 | 12:27
Kosningar.
Kosnngarnar núna eru ef til vill einhverjar mikilvægustu kosningar sem við höfum upplifað um árabil og ánægjulegt er að sjá kjörsókn byrja vel. Meðan ég óska ykkar góðs kjördags vona ég að sem fæstir skili auðu því það að skila auðu er það sama og að ónýta atkvæðið sitt og áorkar nákvæmlega engu.
Það eru 7 flokkar í framboði í þessum kosningum og hver og einn ætti að vinna einhvað við sitt hæfi, því að annars hvað ætliði að segja við börnin ykkar þegar þið verðið spurð, "og hvað kaust þú í kreppunni pabbi/mamma"
Rúnar Freyr
XO-2009
Bjarni Ben kaus fyrstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 00:51
Ótrúlegt.
Það er ótrulegt og sorglegt að sjá að sömu vinnubrögðin eru viðhöfð af þessari "neyðarstjórn" og voru af fyrri stjórn, manni sýnist helst verið að hafa mann af fífli enn og aftur.
Viljum við þetta áfram eða viljum við nýtt fólk inn?
Borgarahreyfingin vill losna við spillingu og gömlu flokkapólitíkina og það er það sem fær atkvæðið mitt.
Sigmundur Davíð spáir öðru hruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 01:36
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)